Gagnaver

Öflug gagnaver eru afar mikilvæg í stafrænum heimi sem er í stöðugri þróun. EFLA hefur víðtæka reynslu hvað varðar hönnun, gangsetningu og prófun gagnavera á Norðurlöndum og víðar.

A long corridor with black cupboards on both sides, a front door at the end of the corridor. Cables from the black cabinets connected to a wire structure in the ceiling

Sérhæfð verkfræðiþjónusta

Framtíðarsýn og sérhæfð færni eru lykilatriði þegar kemur að því að hanna gagnaver sem munu endast um ókomin ár. Þverfaglegt teymi EFLU sér um alla þætti verkfræðiþjónustu fyrir gagnaver. Sérfræðingar okkar búa yfir margra ára reynslu í ráðgjöf varðandi gagnaver, fjarskipta- og gagnadreifingu, sérhæfð rafkerfi og ljósleiðarakerfi. Með því að sameina sérþekkingu hvað varðar fjarskipti og gagnaflutning á sviðinu við kunnáttu annarra sérfræðinga innan raða EFLU er hægt að samræma hönnunarverkefni og hámarka þannig skilvirkni. Slíkt leiðir til fyrsta flokks, sveigjanlegrar og hagkvæmrar þjónustu.

Gæði og skilvirkni

Hvort sem viðfangsefnið er hluti af stærra verkefni eða óháð öðrum hönnunarþáttum, býður EFLA upp á ráðgjöf og hönnun sem varðar gagnaver, tölvuherbergi, tölvurými, skrifstofu- og iðnaðarbyggingar. EFLA býður upp á heildarlausnir og nýjasta hugbúnaðinn til að tryggja viðskiptavinum hágæða niðurstöðu. Starfsfólk EFLU er vottað í gæðastjórnunarkerfum (ISO 9001) og umhverfisstjórnunarkerfum (ISO 45001) og kappkostar alltaf að hámarka gæði á sama tíma og við höldum okkur við tímalínur og fjárhagsáætlanir. Samstarfið heldur áfram fram yfir afhendingu með stuðningi við greiningu og viðbrögðum við vandamálum sem gætu komið upp.

Meðal þjónustusviða eru:

  • Umsjón með undirverktökum
  • Hönnun stjórnskápa kælikerfis
  • Forritun stjórnkerfis (PLC/SCADA(BAS)/HMI)
  • Handbækur
  • Kennslugögn og þjálfun notenda
  • Verkefnastýring
  • Innkaup á búnaði
  • Prófanir FAT, SAT og IST
  • Ráðgjöf vegna fjarskiptakerfa
  • Sérhæfð rafkerfi
  • Ljósleiðarakerfi
  • FTTH (Fiber To The Home)/Ljósleiðari

Gagnaver til framtíðar

EFLA hefur unnið að fjölda fjarskiptaverkefna og verið þátttakandi á flestum sviðum þeirra, svo sem ljósleiðarakerfi, gagnaver, fjarskiptakerfi og önnur sérhæfð rafkerfi. Með reynslu okkar og sérþekkingu tryggjum við viðskiptavinum örugg gagnaver, áreiðanleg tölvukerfi og geymslu fyrir öll nauðsynleg forrit næstu áratugi.

Hafðu samband við sérfræðinga EFLU