Stefnur og vottanir

Helsta hlutverk EFLU er að koma fram með lausnir sem stuðla að framförum viðskiptavina og efla samfélög.

Strá og blár sjór

Stefnumörkun

EFLA er framsækið og leiðandi þekkingarfyrirtæki sem leggur metnað í að uppfylla væntingar og þarfir viðskiptavina. Við leggjum metnað okkar í að skapa umhverfisvænar lausnir og huga að fyllsta öryggi í okkar ráðgjöf. EFLA starfar í samræmi við gildandi lagalegar kröfur. 

Stefnumörkun og stöðugar umbætur eru veigamiklir þættir í rekstri EFLU, sem felur í sér tækifæri til framþróunar og aðlögunar að síbreytilegu viðskiptaumhverfi og tækniþróun. 

Fyrirtækið hefur á að skipa starfsfólki sem sinnir verkefnum af hæfni, þekkingu og víðsýni. Í þeirri vinnu eru gildi EFLU, hugrekki, samvinna og traust höfð að leiðarljósi. 

Stefnur og vottanir (ISO)

EFLA starfar samkvæmt vottuðum stjórnkerfum gæða-, umhverfis- og vinnuverndarmála og fylgir alþjóðlegu stöðlunum ISO 9001, 14001 og 45001. Þá hefur fyrirtækið fengið jafnlaunavottun (IST 85).

Stefnur EFLU mynda ramma um markmið fyrirtækisins í gæða-, umhverfis- og vinnuverndarmálum.

Í gæðakerfi EFLU kemur fram stefna þess á afmörkuðum sviðum, þar á meðal mannauðsstefna, jafnréttis- og jafnlaunastefna og samgöngustefna .

Umhverfisstefnu EFLU gætir í daglegum rekstri, við ráðgjöf, í innkaupum og í vali á birgjum og þjónustuaðilum. EFLA leitast við að vernda umhverfið, lágmarka neikvæð umhverfisáhrif í öllum þáttum starfseminnar og vera leiðandi í umræðu um umhverfisvæna valkosti.
EFLA skuldbindur sig til að eyða hættum og lágmarka áhættu í vinnuumhverfi starfsmanna. Haft er víðtækt samstarf við starfsfólk um áhættur, forvarnir og fræðslu. Lögð er áhersla á opin samskipti starfsmanna um vinnuvernd og kallað er eftir ábendingum og tillögum að umbótum. Markmiðið er að veita öruggt og heilsusamlegt vinnuumhverfi. Allir sem starfa fyrir EFLU eru ábyrgir fyrir eigin öryggi og gæta að öryggi samstarfsmanna sinna.

Aðrar stefnur, sáttmálar og vottanir