Stefnur og vottanir
Helsta hlutverk EFLU er að koma fram með lausnir sem stuðla að framförum viðskiptavina og efla samfélög.
Stefnumörkun
EFLA er framsækið og leiðandi þekkingarfyrirtæki sem leggur metnað í að uppfylla væntingar og þarfir viðskiptavina. Við leggjum metnað okkar í að skapa umhverfisvænar lausnir og huga að fyllsta öryggi í okkar ráðgjöf. EFLA starfar í samræmi við gildandi lagalegar kröfur.
Stefnumörkun og stöðugar umbætur eru veigamiklir þættir í rekstri EFLU, sem felur í sér tækifæri til framþróunar og aðlögunar að síbreytilegu viðskiptaumhverfi og tækniþróun.
Fyrirtækið hefur á að skipa starfsfólki sem sinnir verkefnum af hæfni, þekkingu og víðsýni. Í þeirri vinnu eru gildi EFLU, hugrekki, samvinna og traust höfð að leiðarljósi.
Stefnur og vottanir (ISO)
EFLA starfar samkvæmt vottuðum stjórnkerfum gæða-, umhverfis- og vinnuverndarmála og fylgir alþjóðlegu stöðlunum ISO 9001, 14001 og 45001. Þá hefur fyrirtækið fengið jafnlaunavottun (IST 85).
Stefnur EFLU mynda ramma um markmið fyrirtækisins í gæða-, umhverfis- og vinnuverndarmálum.
Í gæðakerfi EFLU kemur fram stefna þess á afmörkuðum sviðum, þar á meðal mannauðsstefna, jafnréttis- og jafnlaunastefna og samgöngustefna .
Umhverfisstefnu EFLU gætir í daglegum rekstri, við ráðgjöf, í innkaupum og í vali á birgjum og þjónustuaðilum. EFLA leitast við að vernda umhverfið, lágmarka neikvæð umhverfisáhrif í öllum þáttum starfseminnar og vera leiðandi í umræðu um umhverfisvæna valkosti.
EFLA skuldbindur sig til að eyða hættum og lágmarka áhættu í vinnuumhverfi starfsmanna. Haft er víðtækt samstarf við starfsfólk um áhættur, forvarnir og fræðslu. Lögð er áhersla á opin samskipti starfsmanna um vinnuvernd og kallað er eftir ábendingum og tillögum að umbótum. Markmiðið er að veita öruggt og heilsusamlegt vinnuumhverfi. Allir sem starfa fyrir EFLU eru ábyrgir fyrir eigin öryggi og gæta að öryggi samstarfsmanna sinna.
Aðrar stefnur, sáttmálar og vottanir
Helsta hlutverk EFLU er að koma fram með lausnir sem stuðla að framförum viðskiptavina og efla samfélög. EFLA er framsækið og leiðandi ráðgjafarfyrirtæki sem leggur metnað í að uppfylla væntingar og þarfir viðskiptavina og miðla umhverfisvænum lausnum og öryggi í hönnun og ráðgjöf. EFLA starfar í samræmi við gildandi lagalegar kröfur.
Stefnumörkun og stöðugar umbætur eru veigamiklir þættir í rekstri EFLU, sem felur í sér tækifæri til framþróunar og aðlögunar að síbreytilegu viðskiptaumhverfi og tækniþróun.
Fyrirtækið hefur á að skipa starfsfólki sem sinnir verkefnum af hæfni, þekkingu og víðsýni. Í þeirri vinnu eru gildi EFLU, hugrekki, samvinna og traust höfð að leiðarljósi.
Umhverfisstefnu EFLU gætir í daglegum rekstri, við ráðgjöf, í innkaupum og í vali á birgjum og þjónustuaðilum. EFLA leitast við að vernda umhverfið, lágmarka neikvæð umhverfisáhrif í öllum þáttum starfseminnar og vera leiðandi í umræðu um umhverfisvæna valkosti.
EFLA skuldbindur sig til að eyða hættum og lágmarka áhættu í vinnuumhverfi starfsmanna. Haft er víðtækt samstarf við starfsfólk um áhættur, forvarnir og fræðslu. Lögð er áhersla á opin samskipti starfsmanna um vinnuvernd og kallað er eftir ábendingum og tillögum að umbótum. Markmiðið er að veita öruggt og heilsusamlegt vinnuumhverfi. Allir sem starfa fyrir EFLU eru ábyrgir fyrir eigin öryggi og gæta að öryggi samstarfsmanna sinna.
Stefnur EFLU mynda ramma um markmið fyrirtækisins í gæða-, umhverfis- og vinnuverndarmálum.
EFLA starfar samkvæmt vottuðum stjórnkerfum gæða-, umhverfis- og vinnuverndarmála og fylgir alþjóðlegu stöðlunum ISO 9001, 14001 og 45001.
Jafnréttis- og jafnlaunastefna EFLU sem er nánari útfærsla á mannauðsstefnu félagsins, er leiðarvísir fyrir stjórnendur og starfsfólk. Stefnunni sem og jafnréttisáætlun félagsins er ætlað að styðja við framtíðarsýn og megin áherslur EFLU sem og gildi félagsins. Stefnan gildir fyrir alla starfsemi EFLU á Íslandi og er bindandi fyrir allt starfsfólk.
Tilgangur og áherslur
Tilgangur stefnunnar er að styðja við þau áform EFLU um að vera eftirsóttasti starfsvettvangur meðal þekkingarfyrirtækja og tryggja stöðugar umbætur. Jafnframt að uppfylla allar lagalegar skuldbindingar um jafnrétti sem og aðrar kröfur sem lúta að sama efni auk þess að skuldbinda sig um stöðugar umbætur, eftirlit og viðbrögð.
Við leggjum áherslu á:
- jafnrétti óháð kyni, uppruna, trú eða öðrum ómálefnalegum þáttum
- að greiða sambærileg laun fyrir jafnverðmæt störf
- að allir hafi sömu tækifæri til vaxtar og þróunar
- samræmingu fjölskyldu og atvinnulífs
Framkvæmd
Jafnrétti óháð kyni, uppruna, trú eða öðrum ómálefnalegum þáttum.
Við leggjum áherslu á að allt starfsfólk EFLU njóti jafnréttis, með því að tryggja sambærileg réttindi, aðstöðu og tækifæri alls starfsfólks, óháð uppruna, kyni, trú, þjóðerni, kynþætti, fötlun, kynhneigð, stjórnmálaskoðunum eða öðrum ómálefnalegum þáttum og koma í veg fyrir mismunun eða áreitni á grundvelli þessara þátta. Það gerum við með því að leggja áherslu á að öll samskipti milli starfsfólks einkennist ávallt af gagnkvæmri virðingu og sálfræðilegu öryggi sem og að vinna markvisst gegn atferli eða viðhorfum sem gætu leitt til mismununar starfsfólks.
Sambærileg laun fyrir jafnverðmæt störf
Við leggjum áherslu á að greiða sambærileg laun fyrir jafnverðmæt störf með því að ákvarða laun með hlutlægum og sambærilegum hætti fyrir allt starfsólk. Það gerum við með því að fylgja vel skilgreindu jafnlaunakerfi félagsins og grípa strax til aðgerða ef ómálefnaleg mismunun kemur í ljós.
Sambærileg tækifæri til vaxtar og þróunar
Við leggjum áherslu á að höfða til einstaklinga óháð kyni við gerð starfsauglýsinga og að allt starfsfólk hafi sömu tækifæri til starfsþróunar og vaxtar í starfi. Það gerum við með því að veita stuðning og hafa skýran farveg fyrir allt starfsfólk, og grípa tafarlaust til aðgerða ef á þarf að halda.
Samræming fjölskyldu og atvinnulífs
Við leggjum áherslu á að jafnvægi ríki á milli vinnu og einkalífs starfsfólks með því að leita ávallt leiða til að koma til móts við þarfir starfsfólks vegna fjölskylduaðstæðna hverju sinni. Það gerum við með því að bjóða upp á sveigjanlegan vinnutíma, störf óháð staðsetningu, hlutastörf eða aðra vinnuhagræðingu sem við verður komið hverju sinni.
Samþykkt á stjórnarfundi EFLU 26. ágúst 2024.
EFLA ætlar að veita framúrskarandi þjónustu sem stuðlar að auknu virði til viðskiptavina. EFLA stefnir að því að vera fyrsta val viðskiptavinarins sem samstarfsaðili í verkefnum. Gildi EFLU eru hugrekki, samvinna og traust og skulu þau höfð að leiðarljósi í allri þjónustu.
- Við erum fagleg og áreiðanleg í allri verkefnavinnu og samskiptum við viðskiptavini
- Við erum jákvæð, lipur og kurteis og komum fram af virðingu og heiðarleika
- Við veitum skjóta þjónustu og svörum öllum fyrirspurnum og erindum frá viðskiptavinum hratt og örugglega
- Við vinnum náið með viðskiptavinum að bestu lausnum, sýnum frumkvæði í allri ráðgjöf og erum óhrædd við að leggja til nýjungar til betri árangurs
- Við tökum vel við ábendingum og athugasemdum frá viðskiptavinum, leysum úr málum með skilvirkum hætti og upplýsum um úrbætur
- Við leggjum höfuðáherslu á að öll okkar ráðgjöf stuðli að sjálfbærni, hafi þannig jákvæð áhrif á umhverfið og efli samfélög
Þjónustustefnan er vegvísir fyrirtækis um hvernig EFLA stendur að samskiptum við viðskiptavini. Stefnan styður við aðra stefnumörkun og er liður í því að EFLA verði fyrirmynd þekkingarfyrirtækja og brautryðjandi í úrlausn brýnna samfélagsverkefna.
Hver og einn starfsmaður hjá EFLU er mikilvægur þátttakandi í því að þjónustustefnan verði lifandi vegvísir fram á við. Hjá EFLU er allt mögulegt.
Þjónustustefnan var gefin út í nóvember 2021 og samþykkt af stjórn EFLU 28.10.2021.
Í þessari persónuverndaryfirlýsingu er verklagi EFLU lýst varðandi þær upplýsingar sem EFLA safnar vegna starfsemi fyrirtækisins og hvernig vinnslu þeirra upplýsinga er háttað. Stærstur hluti viðskiptavina EFLU eru lögaðilar en í þeim tilfellum þar sem EFLA vinnur með persónugreinanlegar upplýsingar er leitast við að vinna með eins lítið af persónugreinanlegum upplýsingum og mögulegt er án þess þó að skerða þjónustu við viðskiptavini.
EFLU er umhugað um öryggi persónugreinanlegra upplýsinga viðskiptavina og starfsmanna sinna og einsetur sér að tryggja áreiðanleika og trúnað, sem og öryggi persónugreinanlegra upplýsinga sem unnið er með innan EFLU. Allar persónugreinanlegar upplýsingar eru þannig meðhöndlaðar með lögmætum og sanngjörnum hætti og í samræmi við gildandi persónuverndarlöggjöf á Íslandi á hverjum tíma, sem og viðkomandi gerðir samningsins um Evrópska efnahagssvæðið.
Hvaða persónuupplýsingum safnar EFLA um þig?
Það fer eftir eðli samninga og annarra samskipta hvaða upplýsinga er aflað hverju sinni. Leitast er við að afla eingöngu persónuupplýsinga frá viðskiptavinum og öðrum hagaðilum sem starfseminni tengjast. EFLA safnar, eftir því sem við á, eftirfarandi persónuupplýsingum:
- Nafni
- Netfangi
- Símanúmeri
- Kennitölu
- Heimilisfangi
- Vinnustað
- Reikningsnúmeri
- IP tölum
- Undirskriftum
Það er stefna EFLU að safna ekki persónuupplýsingum sem flokkast sem viðkvæmar persónuupplýsingar, upplýsingum um refsiverð brot eða persónuupplýsingum um börn yngri en 13 ára.
Öflun persónuupplýsinga
Tilgangur með öflun persónuupplýsinga er að:
- Framkvæma og efna samninga sem fyrirtækið hefur gert, svo sem verksamninga, þjónustusamninga og ráðningarsamninga
- Að halda utan um samskiptasögu og tryggja rekjanleika eftir því sem við á
- Stunda markaðssetningu og útbúa markaðsefni í afmörkuðum tilvikum
Lagalegur grundvöllur fyrir vinnslu
EFLA safnar og vinnur persónuupplýsingar sem byggja á eftirfarandi heimildum:
- Til að uppfylla samningsskyldu
- Á grundvelli veitts samþykkis
- Til að vernda lögmæta hagsmuni félagsins
- Til að uppfylla lagaskyldu
Lögmætir hagsmunir í tilviki EFLU fela í sér aðgerðir sem nauðsynlegar eru til að stýra starfsemi félagsins og fela í sér nauðsyn til að safna og vinna persónuupplýsingar, s.s. að uppfylla tilgang félagsins samkvæmt samþykktum þess, að sinna viðskiptasambandi við viðskiptavini okkar, að hafa umsýslu með starfsmannamálum og skipulagi á framkvæmd starfa félagsins, veitingu aðgangs að viðeigandi upplýsingakerfum félagsins, fylgni við innri og ytri reglur, skjölunarkröfur og meðhöndlun beiðna, kvartana og krafna frá þriðja aðila.
Miðlun persónuupplýsinga til þriðja aðila
EFLA selur ekki undir neinum kringumstæðum persónuupplýsingar. EFLA miðlar einungis persónuupplýsingum til þriðja aðila þar sem slíkt er skylt samkvæmt lögum eða ef um er að ræða þjónustuveitanda, umboðsmann eða verktaka sem ráðinn er af hálfu EFLU til þess að vinna fyrirfram ákveðna vinnu. Sem dæmi má nefna aðila sem sjá um að hýsa upplýsinga- og símkerfi. Teljist aðili sem EFLA miðlar persónuupplýsingum til vinnsluaðila, gerir EFLA vinnslusamning við viðkomandi sem fær persónuupplýsingar þínar. Samningar kveða meðal annars á um skyldu vinnsluaðila til að halda persónuupplýsingum þínum öruggum og að nota þær ekki í öðrum tilgangi. EFLA deilir einnig persónuupplýsingum með þriðja aðila þegar slíkt er nauðsynlegt til að vernda brýna hagsmuni félagsins, eins og við innheimtu á vanskilakröfu.
Persónuverndarstefna EFLU nær ekki til upplýsinga eða vinnslu þriðju aðila en við höfum enga stjórn á, né berum ábyrgð á notkun, birtingu eða öðrum verkum þeirra. Við hvetjum þig því til að kynna þér persónuverndarstefnu þriðju aðila, þ. á m. vefhýsingaraðilum þeirra vefsíðna sem geta vísað á okkar, hugbúnaðarfyrirtækja á borð við Facebook, Apple, Google og Microsoft ásamt þeirri greiðsluþjónustu sem þú kýst að nota.
Geymslutími persónuupplýsinga
Geymslutími persónugreinanlegra gagna hjá EFLU er breytilegur og fer eftir eðli upplýsinga hverju sinni. EFLA leggur þó áherslu á að geyma upplýsingar ekki lengur en nauðsynlegt er, nema lögmæt ástæða sé til annars. EFLA geymir því persónuupplýsingar í þann tíma sem nauðsynlegt er til að uppfylla tilgang vinnslunnar eins og greint er frá honum hér að ofan og svo lengi sem upplýsingarnar eru fyrirtækinu nauðsynlegar svo að það geti sinnt hlutverki sínu, eða á meðan slíkt er skylt samkvæmt lögum. Persónuupplýsingar sem koma fram á reikningum eru geymdar í sjö ár samkvæmt bókhaldslögum. Endurskoðun á geymslu persónuupplýsinga fer fram einu sinni á ári. Ef í ljós kemur við endurskoðun þeirra að EFLA þarf ekki, vegna vinnslu eða lagalegra skyldu, að geyma persónuupplýsingar þínar mun EFLA hætta vinnslu og geymslu persónuupplýsinga frá þeim tíma.
Réttindi þín
Það er réttur þinn að fá:
- Upplýsingar um hvaða persónuupplýsingar EFLA hefur skráð um þig og uppruna þeirra, sem og upplýsingar um hvernig unnið er með persónuupplýsingar um þig
- Aðgang að þeim persónuupplýsingum sem eru unnar um þig, eða óska eftir að þær séu sendar til þriðja aðila
Einnig er það þinn réttur að:
- Persónuupplýsingar þínar séu uppfærðar og leiðréttar ef tilefni er til
- EFLA eyði persónuupplýsingum þínum ef ekki er málefnaleg eða lagaleg skylda til að varðveita þær
- Koma á framfæri andmælum ef þú vilt takmarka eða koma í veg fyrir að persónuupplýsingar þínar séu notaðar
- Afturkalla samþykki þitt um að EFLA megi safna, skrá, vinna eða geyma persónuupplýsingar þínar, þegar vinnsla byggist á þeirri heimild
- Upplýsingar um það hvort fram fari sjálfvirk ákvarðanataka, á hvaða rökum slík ákvarðanataka er byggð og endurskoðun á sjálfvirkri ákvarðanatöku
- Leggja fram kvörtun hjá eftirlitsaðila sjáir þú ástæðu til þess
Beiðni um aðgang að upplýsingum
Öllum beiðnum um aðgengi að eigin persónuupplýsingum, krafa um leiðréttingu eða eyðingu persónugreinanlegra upplýsinga skal beint á netfangið: personuvernd@efla.is
Við munum staðfesta móttöku á beiðninni og að jafnaði bregðast við beiðnum innan mánaðar frá móttöku. Verði ekki unnt að bregðast við innan þess tímaramma munum við tilkynna þér um töf á afgreiðslu innan mánaðar.
Beiðandi skal geta sannað á sér deili áður en orðið er við óskinni.
Öryggi persónuupplýsinga og tilkynning um öryggisbrot
Öryggi í vinnslu persónuupplýsinga er EFLU mikilvægt og höfum við gripið til viðeigandi tæknilegra og skipulegra öryggisráðstafana til að tryggja vernd persónuupplýsinga þinna í takt við stefnu okkar um öryggi. Komi upp grunur um öryggisbrot mun upplýsingatæknideild, í samstarfi við upplýsingaöryggisteymi og framkvæmdastjóra EFLU grípa þegar í stað til viðeigandi ráðstafana í því skyni í stöðva öryggisbrot sem fyrst og lágmarka tjónið. Komi upp öryggisbrot er varðar þínar persónuupplýsingar, og teljist slíkt brot hafa í för með sér mikla áhættu fyrir frelsi og réttindi þín, munum við tilkynna þér um það án ótilhlýðilegrar tafar. Í þessum skilningi telst öryggisbrot atburður sem leiðir til þess að persónuupplýsingar þínar glatist eða eyðist, þær breytist, séu birtar eða óviðkomandi fái aðgang að þeim í leyfisleysi.
Starfsmenn EFLU hafa verið upplýstir um rétt viðbrögð við grun um öryggisbrot.
Yfirferð og endurskoðun persónuverndaryfirlýsingu EFLU
Persónuverndarstefna EFLU er í sífelldri endurskoðun til að tryggja að ströngustu kröfum sé ávallt framfylgt. Viðskiptavinir eru hvattir til að kynna sér vinnubrögð EFLU þegar kemur að persónuvernd og hafa samband ef einhverjar spurningar vakna á netfangið: personuvernd@efla.is
Persónuverndarstefna EFLU er endurskoðuð reglulega og uppfærð ef tilefni er til.
Síðast var stefnan uppfærð 20. september 2018.
EFLA setur umhverfismál og samfélagslega ábyrgð í öndvegi og vinnur eftir skýrri stefnu þar sem lögð er áhersla á stöðugar umbætur til að lágmarka neikvæð umhverfisáhrif frá starfseminni.
EFLA fylgir 10 grundvallarviðmiðum Global Compact sáttmála Sameinuðu þjóðanna um samfélagslega ábyrgð sem lúta að mannréttindum, vinnumarkaði, umhverfi og baráttu gegn spillingu.
EFLA leggur mikið upp úr því að veita umhverfisvænni lausnir og veitir öfluga ráðgjöf í umhverfismálum. EFLA hefur skrifað undir Global Compact sáttmála Sameinuðu Þjóðanna og skuldbundið sig til að fylgja 10 grundvallarviðmiðum sáttmálans um samfélagslega ábyrgð.
Þau viðmið snúa að mannréttindum, vinnumarkaði, umhverfi og aðgerðum gegn spillingu.
Eftirfarandi eru hin 10 grundvallarviðmið Global compact sáttmálans:
Mannréttindi
- Fyrirtæki styðja og virða mannréttindi í samræmi við Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu Þjóðanna.
- Fyrirtæki gerast ekki meðsek í mannréttindabrotum annarra.
Vinnumarkaðurinn
- Fyrirtæki styðja við félagafrelsi og viðurkenna rétt til kjarasamninga.
- Fyrirtæki standa gegn allri nauðungar- og þrælkunarvinnu.
- Fyrirtæki tryggja afnám allrar barnavinnu.
- Fyrirtæki styðja afnám misréttis til vinnu og starfsvals.
Umhverfi
- Fyrirtæki styðja beitingu varúðarreglu í umhverfismálum.
- Fyrirtæki hafa frumkvæði að því að hvetja til aukinnar ábyrgðar gagnvart umhverfinu.
- Fyrirtæki hvetja til þróunar og nýtingar á umhverfisvænni tækni.
Gegn spillingu
- Fyrirtæki vinna gegn hvers kyns spillingu, þar með talið kúgun og mútum.
Markmið EFLU með aðild að Global Compact er að tryggja samþættingu, festu og eftirfylgni með samfélagslegum þáttum í starfsemi fyrirtækisins og upplýsingagjöf um framvindu og árangur. Að þessum markmiðum mun fyrirtækið vinna af áræðni og metnaði – því að hjá EFLU er allt mögulegt.
Við, í norrænum byggingariðnaði, hyggjumst taka höndum saman og nýta sameinaða krafta okkar til að leggja fram sjálfbærar lausnir eins og krafist er á Norðurlöndum og um allan heim. Stundin er runnin upp og við munum fylgja meginreglum Nordic Built-sáttmálans.
Skuldbindingar okkar
Við heitum því að hafa forgöngu um að innleiða meginreglur Nordic Built í verki og viðskiptaáætlunum.
Við heitum því að gera nauðsynlegar ráðstafanir til að geta lagt fram samkeppnishæfar hugmyndir að sjálfbæru byggðu umhverfi sem gagnast notendum og byggingariðnaði á Norðurlöndum og um allan heim.Meginreglur Nordic Built
Við hyggjumst reisa byggingar og skapa umhverfi sem:- Hannað er með fólk í huga og eykur lífsgæði þess
- Eykur til muna sjálfbærni í byggingaiðnaði sem rekja má til nýsköpunar og góðrar þekkingar
- Sameinar borgarlíf og gæði náttúrunnar
- Nær markmiðinu um núll losun á lífsferli sínum
- Er hagnýtt, snjallt og fagurfræðilega aðlaðandi og byggir á norrænni hönnunarhefð af fremstu gerð
- Er sterkbyggt, varanlegt, sveigjanlegt og sígilt - byggt til að endast
- Nýtir staðbundnar auðlindir og er lagað að staðháttum
- Er skapað og viðhaldið í gagnsæju samstarfi við aðra aðila þvert á landamæri og greinar
- Styðst við sömu mælikvarða og hugtök og notuð eru um allan heim
- Gagnast fólki, atvinnulífi og umhverfi