Lagareldi og sjávarútvegur
EFLA hefur veitt lagareldis- og sjávarútvegsgeiranum þjónustu um áratuga skeið, á flestum sviðum verkfræði og tækniþjónustu. Við bjóðum upp á nýstárlegar lausnir með nýjustu tækni.
Sérfræðiþekking í fiskeldisráðgjöf
EFLA veitir alhliða ráðgjöf fyrir lagareldis- og sjávarútvegsfyrirtæki, þar á meðal er forkönnun, viðskiptaþróun, hönnun, verkefnastjórnun og gangsetning. Þjónusta okkar nær yfir mat á umhverfisáhrifum, frumhönnun og kostnaðaráætlanir. Hönnunarvinna okkar nær yfir sjódælingu, varmaendurheimt og frárennsliskerfi. Við tökum einnig að okkur hönnun á fiskikerjum og byggingum, þar á meðal rafdreifingu, varaafl og sjálfvirknikerfi. Við samræmum hönnun allra einstakra kerfa með BIM.
Fiskeldi og framleiðsla sérgrein
Hjá EFLU liggur þekking okkar í laxeldi á landi, mjöl- og lýsisframleiðslu og rafvæðingu. Við setjum öryggi í forgang og leitum stöðugt hagkvæmra lausna. EFLA hefur komið að margvíslegum verkefnum í fiskeldi, t.d. við stjórn- og eftirlitskerfi, sjálfvirknilausnum, skynjara- og mælitækni, umhverfismálum, brunaráðgjöf og öryggismálum. Þá hefur verkefnum tengdum orkuskiptum sjávarútvegsins fjölgað. Mikil þekking er til staðar á gagnavinnslu, samþættingu iðntölvukerfa, vélbúnaðar og framleiðslukerfa. Í ljósi breiðrar og fjölþættrar þekkingar getur EFLA sinnt flestum þeim málum sem snúa að lagareldi og sjávarútvegi, og gerir hún fyrirtækinu kleift að veita alhliða þjónustu í smáum jafnt sem stórum verkum.
Meðal þjónustusviða eru:
- Hönnun stjórn- og eftirlitskerfa
- Véla- og vinnslukerfi
- Byggingahönnun
- Hönnun hreinsikerfa
- Ráðgjöf vegna öryggis- og umhverfismála
- Orkunýting og raforkuráðgjöf
- Rafvæðing fóðurpramma
- Sjálfvirknigreining, róbótar og cóbottar
- Skynjarar og mælitækni
Áreiðanleiki í fyrirrúmi
Markmið okkar er að skila hönnun sem tryggir rekstraröryggi og tæknilegan áreiðanleika í fiskeldi, fiskveiðum og -vinnslu. Með gæðahönnun og BIM samhæfingu stefnum við að því að tryggja samræmingu hönnunar, innkaupa og framkvæmdar verkefna og halda kostnaði lágum. Verkefnin sem EFLA hefur unnið fyrir lagareldis- og sjávarútveginn hafa verið stór sem smá og eru víðsvegar um landið. Markmiðið er að þjóna viðskiptavinum á breiðum grundvelli og veita nærþjónustu á heimaslóðum.