Takk fyrir komuna!

Takk kærlega fyrir komuna í vísindaferð EFLU á Norðurlöndum. Ef þú leitar að afbragðs starfsumhverfi og áhugaverðum starfsvettvangi í alþjóðlegu umhverfi með góðu samstarfsfólki þá gætum við átt samleið.

Kona.
Starfsfólk EFLU.

Við viljum endilega heyra meira frá þér og hvetjum þig til þess að senda okkur ferilskránna þína.

Umhverfi afburða hugvits

Kjarni EFLU samanstendur af starfsfólkinu og þekkingu þess. Við leggjum áherslu á að fólki líði vel í vinnunni, njóti jafnréttis og fái tækifæri til framþróunar.

Sveigjanleiki

EFLA leitast við að stuðla að jafnvægi milli einkalífs og vinnu og er vinnutími því sveigjanlegur. Lögð er áhersla á gott starfsumhverfi og góð samskipti.

Fjölbreytt starfsþróun

Rík áhersla er lögð á að skapa starfsfólki farvegi innan fyrirtækisins sem stuðla að aukinni hæfni hvers og eins og leggjum okkur fram við að skapa uppbyggilegan starfsanda sem byggir á virðingu og góðum samskiptum.

Teymishugsun út í gegn

Vð hjá EFLU störfum í krefjandi umhverfi þar sem verkefnin eru fjölbreytt og síbreytileg. Við sækjumst eftir því að fá til liðs við okkur kraftmikið og metnaðarfullt fólk sem skarar fram úr á sínu sviði. Við treystum starfsfólkinu okkar og veitum því tækifæri til að axla ábyrgð í verkefnum sínum.

Við vinnum saman í fagteymum. Teymin eru af ýmsum stærðum og gerðum en öll innihalda þau samstilltan hóp einstaklinga sem vinna að sameiginlegum markmiðum og veita hver öðrum stuðning og endurgjöf. Í teymum EFLU eru ekki undirmenn og yfirmenn heldur einkennast þau af lifandi verkaskiptingu einstaklinga með ólíkan bakgrunn, styrkleika og starfsaldur í faginu. Þannig fáum við öll tækifæri til að taka ábyrgð, skiptast á skoðunum og þróast áfram í ólíkum hlutverkum innan teyma.

Störf óháð staðsetningu

Höfuðstöðvar EFLU eru á Lynghálsi 4 í Reykjavík en auk þess hefur fyrirtækið starfsstöðvar í öllum landsfjórðungum á Íslandi. Við bjóðum upp á störf óháð staðsetningu til að starfsfólk geti unnið í heimabyggð og tilheyrt öflugum teymum á starfsstöðvum

EFLA hefur nú starfandi dótturfélög í sex löndum eða í Noregi, Svíþjóð, Frakklandi, Skotlandi, Póllandi og nú í haust var EFLA Aps. stofnað í Danmörku.

EFLA vill bjóða íslensku námsfólki í Danmörku og Svíþjóð upp á þann möguleika að starfa hjá fyrirtækinu þótt það kjósi að búa áfram erlendis að námi loknu. Það getur því unnið áfram hjá sama fyrirtæki kjósi það að flytja síðar aftur til Íslands.

Öflugt félagslíf

Starfsmannafélagið heldur ýmsa viðburði og stendur fyrir námskeiðum, fjallgöngum, tónleikum, leik- og bíósýningum, útilegum og skemmtikvöldum.

Heilsueflandi vinnustaður

EFLA leggur áherslu á heilsusamlegt umhverfi. Við hvetjum starfsfólk til að ferðast með heilsusamlegum hætti, bjóðum upp á frábært mötuneyti og veitum íþróttastyrki.

Fæðingastyrkur

EFLA býður starfsfólki sínu upp á fæðingarstyrk í fæðingarorlofi og greiðir 20% styrk á móti Fæðingarorlofssjóði. Með þessu vill EFLA leggja sitt af mörkum til að auðvelda starfsfólki að taka fæðingarorlof og samræma vinnu og einkalíf.

Öflugt félagslíf

Starfsfólk heldur uppi virku og fjölbreyttu félagslífi 

Tvær konur brosandi með glitrandi bakgrunn
Kona og maður í golfbíl
Fólk í kaffi brosandi
Maður í stuði
Fólk að sitja og hlusta
Young people

Hefur þú áhuga á að starfa hjá EFLU?
Sendu okkur ferilskrá.