Takk fyrir komuna!
Takk kærlega fyrir komuna í vísindaferð EFLU á Norðurlöndum. Ef þú leitar að afbragðs starfsumhverfi og áhugaverðum starfsvettvangi í alþjóðlegu umhverfi með góðu samstarfsfólki þá gætum við átt samleið.


Við viljum endilega heyra meira frá þér og hvetjum þig til þess að senda okkur ferilskránna þína.
Umhverfi afburða hugvits
Sveigjanleiki
Fjölbreytt starfsþróun
Teymishugsun út í gegn
Vð hjá EFLU störfum í krefjandi umhverfi þar sem verkefnin eru fjölbreytt og síbreytileg. Við sækjumst eftir því að fá til liðs við okkur kraftmikið og metnaðarfullt fólk sem skarar fram úr á sínu sviði. Við treystum starfsfólkinu okkar og veitum því tækifæri til að axla ábyrgð í verkefnum sínum.
Við vinnum saman í fagteymum. Teymin eru af ýmsum stærðum og gerðum en öll innihalda þau samstilltan hóp einstaklinga sem vinna að sameiginlegum markmiðum og veita hver öðrum stuðning og endurgjöf. Í teymum EFLU eru ekki undirmenn og yfirmenn heldur einkennast þau af lifandi verkaskiptingu einstaklinga með ólíkan bakgrunn, styrkleika og starfsaldur í faginu. Þannig fáum við öll tækifæri til að taka ábyrgð, skiptast á skoðunum og þróast áfram í ólíkum hlutverkum innan teyma.
Orkusvið
Endurnýjan leg orka er framtíðin. EFLA hefur reynslu af umfangsmiklum orkuverkefnum og er markmiðið alltaf að lausnir séu nýstárlegar, áeiðanlegar, hagkvæmar og umhverfisvænar.
Teymin sem starfa innan orkusviðs eru:
- Orkumálaráðgjöf - og endurnýjanleg orka
- Raforkumannvirki – innlend verkefni
- Raforkumannvirki – erlend verkefni
Byggingar
EFLA hefur um 50 ára reynslu í byggingageiranum. Áherslurnar eru að bjóða upp á verkfræðiráðgjöf sem stendur fyrir gæði, framþróun, sjálfbærni og endingu.
Teymin sem starfa innan byggingarsviðs eru:
- Byggingatækni
- Hljóð, bruni og CFD
- Burðarvirki
- Verkefnastjórnun
- Lagnir og loftræstikerfi
- Rafkerfi og lýsing
Samfélag
EFLA er leiðandi í þróun ábyrga lausna sem bæta samfélagið út frá umhverfislegum, félagslegum og hagrænum sjónarmiðum. Teymin sem starfa innan samfélagssviðs eru:
- Skipulag
- Brýr og hafnir
- Landslagsarkitektúr
- Vegir
- Jarðtækni og jarðfræði
- MÁU og leyfisveitingar
- Umhverfismál og vottanir
- Vatnsmiðlar
Iðnaður
Hjá EFLU starfa rúmlega 60 sérfræðingar sem eru í fararbroddi þróunar í iðnaði og sjávarútvegi. Iðnaðarsvið hefur víðtæka þekkingu og í stakk búin til að lyfta fyrirtækjum til nýrra hæða. Teymin sem starfa innan iðnaðarsviðs eru:
- Raf- og fjarskipti
- Vélar
- Stjórnkerfi
- Hugbúnaðarlausnir
- Techla
Störf óháð staðsetningu
Höfuðstöðvar EFLU eru á Lynghálsi 4 í Reykjavík en auk þess hefur fyrirtækið starfsstöðvar í öllum landsfjórðungum á Íslandi. Við bjóðum upp á störf óháð staðsetningu til að starfsfólk geti unnið í heimabyggð og tilheyrt öflugum teymum á starfsstöðvum
EFLA hefur nú starfandi dótturfélög í sex löndum eða í Noregi, Svíþjóð, Frakklandi, Skotlandi, Póllandi og nú í haust var EFLA Aps. stofnað í Danmörku.
EFLA vill bjóða íslensku námsfólki í Danmörku og Svíþjóð upp á þann möguleika að starfa hjá fyrirtækinu þótt það kjósi að búa áfram erlendis að námi loknu. Það getur því unnið áfram hjá sama fyrirtæki kjósi það að flytja síðar aftur til Íslands.
Öflugt félagslíf
Heilsueflandi vinnustaður
Fæðingastyrkur
Öflugt félagslíf
Starfsfólk heldur uppi virku og fjölbreyttu félagslífi






Hefur þú áhuga á að starfa hjá EFLU?
Sendu okkur ferilskrá.