Göngu- og hjólastígar
Hjólreiðar og ganga eru sífellt að verða algengari daglegur ferðamáti bæði innanlands og erlendis. Sérfræðingar EFLU hafa mjög góða þekkingu á kröfum og aðstæðum göngu- og hjólreiðafólks og veita fjölþætta þjónustu á því sviði.
Heildarlausnir
Um allan heim er litið til göngu og hjólreiða sem hluta af lausninni við að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda og útþenslu gatnakerfisins. Nýjar áherslur í samgöngum undirstrika virkan ferðamáta og byggðamynstur í þágu loftslags og umhverfis. Með fjölgun hjólreiðamanna er eðlilegt að umferð þeirra verði aðskilin frá akandi og gangandi umferð. Því er mikilvægt að útfæra aðgengilegar og greiðfærar lausnir fyrir fjölbreyttan ferðamáta. Víðtæk þekking og skilningur sérfræðinga EFLU á málefnum hjólreiða- og göngufólks nýtist við að skila heildarlausn við einfaldar jafnt sem flóknar aðstæður.
Öryggi og pláss
Hjá EFLU er lögð áhersla á að fylgjast með og taka þátt í rannsóknum á sviði hönnunar fyrir umferð gangandi og hjólandi vegfarenda þannig að á hverjum tíma sé veitt ráðgjöf í samræmi við nýjustu þekkingu. Stærstu áskoranir göngu- og hjólreiðaverkefna felast í því hversu fjölbreyttur hópur fólks nýtir sér slíka samgöngumáta og hversu erfitt reynist að finna pláss eftirá fyrir göngu- og hjólastíga sem ekki var gert ráð fyrir í upphaflegum skipulagsáætlunum. Slík vinna krefst skilnings á eðli hjólaumferðar og þekkingar á umferðaröryggi, því umferðaröryggi og öryggistilfinning hjólreiðamanna fer ekki endilega saman.
Meðal þjónustusviða eru:
- Skipulagning á göngu- og hjólastígum
- Forhönnun og endanleg hönnun göngu- og hjólastíga
- Öryggisúttektir og rýni á lausnum
- Loftslagsvænar samgöngur
- Skipulag innviða umhverfisvænna samgangna
- Innleiðing samgöngustefnu fyrirtækja
- Orkuskipti í samgöngum
Besta niðurstaðan
Sérfræðingar EFLU hafa mikla reynslu í hönnun göngu- og hjólastíga. Til að fá bestu niðurstöðuna verður að huga að öruggu stígakerfi snemma í skipulagsferlinu eða finna stígum pláss í núverandi umhverfi. Lausnir EFLU byggja á skilningi á kröfum tengdum öryggi og þörfum notenda samhliða greiningum á hindrunum og hvötum til notkunar virks ferðamáta. Markmið EFLU er að hanna örugg og notendavæn göngu- og hjólastígakerfi sem auka hlutdeild virks ferðamáta og styðja við loftslagsvænar samgöngur.