Samfélagssjóður EFLU

EFLA veitir styrki til uppbyggjandi og jákvæðra verkefna sem nýtast samfélaginu. Markmiðið er að styðja framtak einstaklinga og hópa sem stuðla að farsælli þróun samfélagsins, lífsgæðum og fjölbreyttu mannlífi.

Horft yfir Reykjavík

Upplýsingar til umsækjenda

Úthlutað er úr sjóðnum tvisvar á ári. Úthlutað er á vori og hausti, en tekið er á móti umsóknum árið um kring.

Öllum umsóknum er svarað.

Styrkumsóknir þurfa að berast í gegnum vefsíðu EFLU. Opið verður fyrir umsóknir fyrir vorúthlutun sjóðsins í janúar 2025.

Sjóðurinn styrkir að jafnaði ekki ferðalög, rekstrar- eða launakostnað.

Prófskírteini, umsagnir eða önnur gögn eru frábeðin, en ef úthlutunarnefndin telur þörf á frekari gögnum mun hún óska þeirra til umsækjanda.

Umsóknarfrestur fyrir fyrri úthlutun 2025 er 15. apríl.

Úthlutanir síðustu ára úr Samfélagssjóði EFLU