Skipulagsmál

Loftmynd af hverasvæði með bílastæði og veg

Í skipulagsáætlunum birtist ákvörðun um framtíðarnotkun lands, þróun byggðar, samgöngur, náttúruvernd og margt fleira. Hlutverk skipulagsráðgjafa er að stuðla að hagkvæmri nýtingu lands með sjálfbæra þróun að leiðarljósi og leggja faglegan grunn að undirbúningi mannvirkjagerðar. Styrkur EFLU felst í náinni samvinnu sérfræðinga með breiða þekkingu.

Hafa samband
Ljósmynd af höfuðborgarsvæðinu á köldum vetrardegi, fjallasýn og blár himinn í bakgrunn

Skipulag fyrir fólkið

Hjá EFLU starfa sérfræðingar með yfirgripsmikla reynslu og þekkingu á málaflokknum. Við vinnum allar gerðir skipulagsáætlana; svæðis-, aðal-, ramma- og deiliskipulag en einnig húsakannanir, umferðaröryggisáætlanir, staðarvalsgreiningar, vindgreiningar, flokkun landbúnaðarlands og fleira. Öll vinna tengd skipulagsmálum er unnin samkvæmt skipulagslögum og -reglugerð og lögum um umhverfismat áætlana. Sérfræðingar EFLU vinna með sveitarfélögum, framkvæmdaaðilum og einstaklingum að því að þróa fjölbreytta byggð sem svarar þörfum nútímans og rýrir ekki lífsgæði komandi kynslóða. Hvort sem um er að ræða íbúðabyggð, blandaða byggð, atvinnusvæði, ferðamannastaði, frístundabyggð eða græn svæði, höfum við að leiðarljósi að móta umhverfi þar sem fólki líður vel.

Gæði og sjálfbærni

Flókin skipulagsverkefni krefjast víðtækrar sérfræðiþekkingar, reynslu og agaðra vinnubragða. Hjá EFLU nýtum við okkur breiða fagþekkingu sérfræðinga fyrirtækisins við úrlausn skipulagsverkefna. Við höfum reynslu af því að leiða saman viðskiptavini, sveitarfélög, fagstofnanir, íbúa og hagsmunaaðila til að sigrast á áskorunum og ná fram hagfelldum lausnum. Við leggjum okkur fram um að fara vel með landgæði og innleiða sjálfbærnimarkið í skipulagsáætlunum, bæði þegar nýtt land er brotið undir byggð og þegar eldri byggð er endurskipulögð. EFLA vinnur skipulagsáætlanir sem eru grunnur að góðri mannvirkjagerð af virðingu fyrir náttúruöflum og menningarverðmætum og með hag fólksins í landinu að leiðarljósi.

Loftmynd yfir hluta af höfuðborgarsvæðinu við sólsetur

Hafðu samband við sérfræðinga EFLU

Andlitsmynd af brosandi konu
Helga J. Bjarnadóttir
  • Sviðsstjóri
  • Samfélag
  • Reykjavík