Verkefni EFLU hljóta styrki

05.03.2025

Fréttir
Þrjár manneskjur við styrkveitingu.

Styrkur Ása Rut Benediktsdóttir, Ólaf Wallevik, PhD., og Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra.

Tvö verkefni sem starfsfólk EFLU vinnur að fengu styrk úr Aski-mannvirkjarannsóknarsjóði. Verkefnin tengjast samræmingu á líftíma byggingarefna og kolefnisspori bygginga.

Umhverfisvæn verkefni

Afhending styrkja fór fram í síðustu viku, þar sem Ása Rut Benediktsdóttir og Eldar Máni Gíslason mættu fyrir hönd EFLU og tóku við styrkjunum frá Ingu Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, og Loga Einarssyni, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra. Þau gerðu það fyrir hönd Alexöndru Kjeld sem er í forsvari fyrir bæði verkefnin.

Verkefnið Líftími byggingarefna hlaut framhaldsstyrk til að halda áfram við vinnu á sviði samræmingar líftíma byggingarefna og byggingarhluta á Íslandi. Verkefnið er unnið í samvinnu við Björn Marteinsson, PhD, og fjölda samstarfsaðila sem starfa við viðhald og umsjón fasteigna.

Verkefnið Kolefnisspor viðmiðunarhúss hlaut styrk til að gefa út RB-blað með útreikningum á kolefnisspori svokallaðs viðmiðunarhúss. Markmið verkefnisins er að styðja við innleiðingu vistferilsgreininga í byggingarreglugerð, sem tekur gildi 1. september 2025. Verkefnið er unnið í samvinnu við Ólaf Wallevik, PhD.

Tveir menn við styrkveitingu.

Styrkur Eldar Máni Gíslason, starfsmaður EFLU, og Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra.

Tugir styrkja veittir

Askur-mannvirkjarannsóknarsjóður styrkir verkefni sem hafa hagnýtt og fræðilegt gildi fyrir byggingariðnaðinn. Í þessu ári voru veittir styrkir til 40 verkefna af 70 umsóknum, alls upp á 182 m.kr. Styrkirnir eru veittir á grundvelli faglegs mats og stefnu sjóðsins um að styðja við framsæknar ráðstafanir innan mannvirkjagerðar.

EFLA þakkar fyrir veittan stuðning og hlakkar til að halda áfram að vinna að þessum mikilvægu verkefnum sem munu styðja við framþróun í byggingariðnaði og draga úr umhverfisáhrifum bygginga.