EFLA hefur mótað lausn sem gerir Ríkislögreglustjóra kleift að kalla eftir ökuskírteinum beint í gegnum Skilríkjaskrá, sem styður skjótari afgreiðslu. Þetta markar mikilvægt skref í þróun rafrænnar stjórnsýslu og skilríkjakerfa á Íslandi.
EFLA styrkir skilríkjakerfi Þjóðskrár
Þetta er mikilvæg umbreyting, þar sem ökuskírteini hafa undanfarin ár verið framleidd erlendis. Breytingin mun stytta afgreiðslutíma til muna og tryggja enn betri nýtingu á innviðum Þjóðskrár.
Teymi hugbúnaðarlausna hjá EFLU hefur þróað viðbætur við Skilríkjaskrá Þjóðskrár Íslands, sem heldur utan um útgáfu vegabréfa, dvalarleyfiskorta, nafnskírteina og núna ökuskírteina.
Skilríkjaskráin sem teymi EFLU hefur forritað í C# og keyrir á einum stærsta MSSQL-gagnagrunni landsins, gegnir lykilhlutverki í skilríkjaútgáfu Þjóðskrár og er tengt fjölda annarra kerfa í opinberri stjórnsýslu, svo sem hjá Þjóðskrá, sýslumönnum, lögreglu, Útlendingastofnun, sendiráðum og island.is.
Teymi hugbúnaðarlausna hjá EFLU óskar Þjóðskrá og Ríkislögreglustjóra til hamingju með þessar framfarir í skilríkjakerfi landsins.