EFLA tók þátt í Starfamessu á Akureyri, sem voru haldnir fimmtudaginn 13. mars. Þar var nemendum í 9. og 10. bekk grunnskóla á svæðinu boðið að kynna sér ólíkar starfsstéttir og menntunarkröfur þeirra. Viðburðurinn fór fram í Háskólanum á Akureyri og var haldinn í sjöunda sinn með góðum árangri.

Fjölbreyttar fyrirspurnir
Á kynningarbás EFLU gafst nemendum tækifæri til að skoða þrívíddarmódel, ræða við starfsfólk og fræðast um störf innan fyrirtækisins. Nemendur sýndu mikinn áhuga á fjölbreyttum verkefnum EFLU og spurðu um menntunarkröfur, daglegt starf og hvernig það er að vinna hjá þekkingarfyrirtæki á sviði verkfræði og ráðgjafar.
EFLA leggur ríka áherslu á að kynna ungu fólki fjölbreytta starfsmöguleika og hvetja til frekari menntunar og þróunar. Við þökkum öllum sem heimsóttu básinn okkar.
